Black Forest sængurnar frá Þýska fyrirtækinu OBB eru virkilega vandaðar og eiga eftir að koma þeim á óvart sem ekki eru vanir að sofa undir alvöru lúxus-sængum.   Það stóð ekkert til að selja dúnsængur.  Í minni saklausu barnatrú trúði ég að góðar sængur væru til í Rúmfatalagernum, Betra Baki eða öðrum rúmabúðum.  Eru ekki allar dúnsængur svipaðar, hugsaði ég.  Nei!  Á Heimtextil sýningunni í janúar 2019 þreifaði ég á öllum tegundum af sængum og koddum. Frá ódýrum dúnsængum beint frá Kína upp í æðardúnsængur frá Íslandi úr silki.  Þegar heim var komið heimsótti ég síðan allir búðir bæjarins sem selja dúnsængur.  Ég fann enga sæng sem komst nálægt flottu þýsku sængunum sem ég sá á sýningunni. Það var því ekki erfið ákvörðun að byrja að flytja inn Black Forest sængurnar sem hafa síðan slegið í gegn hjá okkur.