Þráðafjöldi?

Þegar talað er um þráðafjölda er yfirleitt verið að meina þráðafjöldann í 2,5 fercentimetrum af efni.  Bæði lóðréttir og láréttir þræðir eru lagðir saman.  Þráðafjöldinn segir til um fínleika efnisins.  Dæmigerð rúmföt sem seld eru t.d. í Rúmfó eða IKEA eru oftast 120-200 þræðir.  Rúmfötin sem við seljum eru aðeins úr 300 eða fleiri þráðum.

En uppgefinn þráðafjöldi segir ekki allt.  Flest rúmföt sem auglýst eru með fleiri en 300 þráðum eru það alls ekki, heldur er hver þráður tveir eða stundum fleiri þræðir ofnir saman.  T.d. eru 600 þráða rúmfötin frá Quagliotti sem við seljum úr svokölluðu  210/90 efni.  Það þýðir 210 þræðir, plús 90 þræðir, sem gera 300 þræðir samtals per tommu.  En þar sem hver þráður er samansettur úr tveimur grennri þráðum þá má segja að rúmfötin séu úr 600 þráða efni.

Gæði og mýkt?

Við kappkostum að bjóða viðskiptavinum okkar upp á frábær rúmföt. Flest rúmfötin sem seljum eru úr 300 eða 600 þráða áprentuðu bómullarsatíni. Einnig seljum við hágæða damask m.a. frá Ítalíu og Þýskalandi. Það sem ræður gæðunum fyrir utan þráðafjöldann er hvaða bómull er notuð. Þeim mun lengri sem bómullin sjálf er þeim mun mýkri og þægilegri geta rúmfötin orðið. Okkar vefarar nota mest bómull frá Egyptalandi, Perú og Kína en þessi lönd eru leiðandi í ræktun á hágæða bómull.

Þvottaleiðbeiningar

1) Við mælum með 40° forþvotti og síðan 60° aðalþvotti fyrir öll bómullarsængurföt.

2) Hengja rúmfötin strax upp eða þurrka þau fyrst 5 mínútur í þurrkara.

3) Nota color sápu á allan litaðan þvott og þvo sterka liti saman.

4) Ekki fylla þvottavélina af þvotti heldur mest 70%.

5) Silki má aðeins þvo á 30° varlega og ekki setja í þurrkara.