Þráðafjöldi?

Þegar talað er um þráðafjölda er yfirleitt verið að meina þráðafjöldann í 2,5 fercentimetrum af efni.  Bæði lóðréttir og láréttir þræðir eru lagðir saman.  Þráðafjöldinn segir til um fínleika efnisins.  Dæmigerð rúmföt sem seld eru t.d. í Rúmfatalagernum eða öðrum þekktum búðum á Íslandi eru 120-200 þræðir.  Rúmfötin sem við seljum eru aðeins úr 300 eða fleiri þráðum.

En uppgefinn þráðafjöldi segir ekki allt.  Flest rúmföt sem auglýst eru með fleiri en 300 þráðum eru það alls ekki, heldur er hver þráður tveir eða stundum fleiri þræðir ofnir saman.  T.d. eru 600 þráða rúmfötin frá Quagliotti sem við seljum úr svokölluðu  210/90 efni.  Það þýðir 210 þræðir, plús 90 þræðir, sem gera 300 þræðir samtals per tommu.  En þar sem hver þráður er samansettur úr tveimur grennri þráðum þá má segja að rúmfötin séu úr 600 þráða efni.

Gæði og mýkt?

Þegar talað er um gæði og rúmföt í sömu andrá sýnist sitt hverjum.  Hjá okkur þýðir gæði bæði mjúk og endingargóð rúmföt.  Rúmfötin sem við seljum hnökra ekki og geta endst mörg hundruð ár ef þau eru ekki notuð og geymd við kjör aðstæður.  DJÓK.  Auðvitað áttu bara að nota rúmföt frá okkur á rúmið þitt.  Þótt þau endist ekki í hundrað ár þá endast þau býsna lengi.  Sérstaklega ef þú átt fleiri en eitt sett til skiptanna.

Í gegnum árin hef ég þvegið og þreifað á óteljandi rúmfötum í gegnum starfið mitt sem þvottamaður hjá Þvottahúsi A. Smith ehf.  Sú reynsla ásamt heimsóknum til framleiðanda og á sýningar erlendis, hefur gefið mér tilfinningu fyrir gæðum og hvar þau er að finna í heiminum.  Sem dæmi eru ítölsku rúmfötin sem við seljum úr þeim allra bestu damask og satín efnum sem ég hef komist í kynni við.