Hvers vegna að versla hjá okkur?

Rúmföt.is selur glæsileg og vönduð rúmföt.  Með sérstaka áherslu á 600 þráða „silkidamask“ og satín frá Ítalíu.  Rúmföt sem ekki eru fáanleg annarstaðar á Íslandi.  Við verslum efnin í rúmfötin okkar m.a. frá virtustu vefurum Ítalíu sem vefa og sauma rúmföt fyrir flottustu hótel heims, kóngafólk og Hollywood stjörnur.

Við seljum einnig rúmföt frá Þýskalandi og Kína.

Kíktu í heimsókn.  Sjón er sögu ríkari.

Ítalía

Aðeins það besta er nógu gott.  Þess vegna eru ítölsku rúmfötin okkar úr egypskri bómull.  Þessi bómullartegund er sérstaklega hentug í hágæða rúmfatnað ef ætlunin er að fá hámarks mýkt og fallega áferð.  Aðrar bómullartegundir eru yfirleitt síðri en besta egypska bómullin.

Mörg flottustu og dýrustu hótel heims bjóða gestum sínum upp á rúmföt úr nákvæmlega sömu efnum og við seljum.  T.d. hefur Ritz hótelið í París boðið gestum sínum upp á Quagliotti rúmföt í bráðum tíu ár.

Í gegnum tíðina hafa t.d. merki eins og Gucci, Sferra og fleiri látið vefarana okkar búa til rúmföt fyrir sig.  Þegar gæðin skipta máli þá eru rúmföt frá okkur málið.

Sýningar

Í janúar ár hvert er haldin ein stærsta textíl kaupstefna í heimi í Frankfurt í Þýskalandi.  Þangað koma textíl fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum til að sýna og selja framleiðslu sína.

Á neðstu hæðunum eru framleiðendur frá Pakistan, Indlandi, Kína og annarstaðar frá Asíu.  Til að kaupa tíu gáma af handklæðum er þetta sennilega hentugasta tækifærið fyrir kaupglaða kaupmenn frá Íslandi.

Á hæðunum fyrir ofan taka við allskonar framleiðendur.  Skiptir engu máli hvort maður leitar að dúnsængum frá Sviss eða plastdúkum frá Hvíta Rússlandi.  Það má finna nánast hvað sem er.

En fyrir þá sem hafa dýran smekk er efsta hæðin málið.  Þar eru básanir tíu eða tuttugu sinnum stærri og verðin á vörunni eftir því.  Ekki eru allir að framleiða vöruna sjálfir.  Sumt af þessu dóti á efstu hæðunum er greinilega framleitt af einhverjum sem er í kjallaranum.  En ekki allt.

Hótel og gistiheimili

Við rekum líka heildverslun fyrir hótel og gistiheimili. Með áherslu á frábær handklæði og endingargóð rúmföt. Getum útvegað hvað sem er ef varan er ekki til á lager. Birgjar okkar í Kína sauma rúmföt fyrir allar stærstu og flottustu hótelkeðjur í heimi. Sama gildir um handklæðin sem við seljum. Getum útvegað merkta vöru fyrir litlar pantanir.

Bjóðum einnig upp á að sérsauma stærðir fyrir einstaklinga sem ekki eru til á lager.  Saumakonan okkar hefur áratuga reynslu í að sauma rúmföt m.a. fyrir Fatabúðina og fleiri búðir.  Við reynum að eiga vinsælustu damask og satín efnin til á lager.   Þó kannski ekki í öllum litum.

Bjóðum einnig upp á að sérsauma stærðir fyrir einstaklinga sem ekki eru til á lager.  Saumakonan okkar hefur áratuga reynslu í að sauma rúmföt m.a. fyrir Fatabúðina og fleiri búðir.  Við reynum að eiga vinsælustu damask og satín efnin til á lager.   Þó kannski ekki í öllum litum.