Jæja, þá er lagerinn okkar aftur orðin fullur af frábærum rúmfötum. Vorum að taka upp nýja sendingu. Eins og gengur og gerist þá mun kannski ekki allt slá í gegn en margt mjög flott þó ég segi sjálfur frá.

Fengum í þetta skiptið bæði 300 og 600 þráða rúmföt úr vönduðu bómullarsatíni. Nokkur gömul munstur sem hafa slegið í gegn komu aftur. Þegar við pöntum rúmföt frá þessum framleiðanda þá sendum við stundum okkar eigin munstur og þá vitum við nákvæmlega hvernig viðkomandi rúmföt munu líta út. En við pöntum líka rúmföt eftir myndum og þá getur brugðið til beggja vona með endanlega útkomu. Því þó myndir segi stundum þúsund orð þá þarf að skilja kínversku í þessu tilviki til að það skili sér að fullu.

Þess vegna er alltaf gaman að taka upp pakkana og skoða rúmfötin og sjá hvort þau séu eins og tölvugerðu myndirnar sem maður pantaði eftir. Það er ekki alltaf þannig. Stundum koma þau betur út og stundum vantaði eitthvað smá upp á. En í þetta skiptið eru flest rúmfötin eins og á myndunum eða flottari.

Kíktu í heimsókn og gerðu góð kaup.