Hérna er smá listi yfir bestu rúmfötin í búðinni. Ekki endilega öll þau bestu og hvað er síðan best? Það eru nefnilega ekki allir sammála um hvað eru góð rúmföt. Sumir vilja ekki of þykk rúmföt. Aðrir telja þunn rúmföt vera merki um lítil gæði. Margir vilja ekki glansandi satínrúmföt. Enn aðrir vilja bara damask. Einstaka viðskiptavinur vill bara „silkidamask“. Svo eru sumir sem vilja bara hvít rúmföt. Margir vilja reyndar alls ekki hvít rúmföt. Ein kona vilda bara jafn góð rúmföt og hennar gömlu Georg Jensen rúmföt. Einu sinni kom manneskja í búðina sem sefur bara undir hör rúmfötum og var alls ekki fáanlegt til að prófa neitt annað. Sem er smá galli því við seljum ekki rúmföt úr hör.