Það er ekki hægt að taka mynd af mýkt en rúmfötin á myndunum er sérlega mjúk viðkomu. Þetta eru ein allra mýkstu rúmföt sem við seljum í búðinni. Þau eru ofin úr 140/2 þræði, bæði uppistöðu og ívafi (warp and weft) og með sérlega háan grunnþráðafjölda eða um 405. Uppgefinn þráðafjöldi er því 810 þræðir. En þráðafjöldi á rúmfötum sem framleiðendur gefa upp fæst með því að margfalda þráðafjölda vefstóls með „lagafjölda (ply)“ þráðsins sjálfs. Sem í þessu tilviki er 405 x 2 og útkoman því 810 þræðir.
En þráðafjöldi ræður ekki öllu um gæði eða mýkt. Til eru rúmföt með uppgefnum þráðafjölda upp á 600-1200 sem eru mun þykkari og grófari en nýju rúmfötin okkar. En þá er notast við ódýrari bómullarþráð úr verri bómull sem getur verið t.d. fjögrra, fimm eða jafnvel sjö laga. Og grunnþráðafjöldin aðeins 240-280 sem dæmi.
Einnig eru til rúmföt með háum grunnþráðafjölda sem eru ofin úr einföldum þræði. En slíkur þráður er oftast mun ódýari en tvöfaldi þráðurinn í þessum rúmfötum. Í stuttu máli má segja að þráðafjöldi skipti máli en segi bara hálfa söguna. Best sé því að koma við rúmfötin sjálf og káfa vel á þeim til að finna áferð og mýkt.




