Íslenska æðardúnsængin frá Hannesi og Birnu æðardúnbændum á Sveinseyri er í algerum sérflokki. Sængin inniheldur vottaðan æðardún sem Hannes og Birna hafa týnt og hreinsað sjálf. Allt gert eftir kúnstarinnar reglum og vottað af íslenskum matsmönnum sem tryggir 100% gæði og hreinleika. Ytra byrðið er síðan úr þýsku hágæða silki.
Silkið tryggir hámarks rakastjórnun og loftflæði meðan æðardúnninn heldur jöfnum hita. Þessi sæng er léttari en aðrar sængur og mun flottari.
Eigum nokkrar sængur á lager en getum framleitt allar stærðir og þyngdir eftir pöntun.