Það er alltaf gaman að versla inn ný hágæða rúmföt í fallegum munstrum. En það er einmitt tilgangurinn með þessari viðburðarríku Portúgalsheimsókn sem stendur enn yfir.

Portúgal hefur mjög fjöbreyttan textíliðnað þar sem mörg lítil og meðalstór fyrirtæki keppa sín á milli. Ólíkt t.d. Ítalíu sem virðist vera á  sömu vegferð og flest önnur Evrópulönd fóru fyrir 10-20 árum síðan. En þá lokuðu mörg textílfyrirtæki verksmiðjum sínum og fluttu framleiðslu til Asíu.

Ég er staddur í borg sem heitir Guimaraes og er gamli hluti hennar á heimsminjaskrá UNESCO. Hér allt í kring er síðan fullt af flottum textíl fyrirtækjum sem vefa rúmföt í öllum gæðum og verðum. En rumfot.is velur aðeins það besta og því er úrvalið örlítið minna en fyrir suma.

Ef allt gengur síðan eftir verður búðinn troðfull af lúxus damaski frá Portúgal fyrir næstu jól og á frábæru verði.