Vorum að fá nýja sendingu af geggjuðum rúmfötum. Mjög flott damaskrúmföt í nokkrum útgáfum og síðan rúmföt úr 1000 þráða bómullarsatíni.

Sængurföt í algerum sérflokki og virkilega flott þó ég segi sjálfur frá. Er þetta síðasta sendinging frá Kína sem er væntanleg fyrir jól. Allt damask- og satínefni sem við sáum í heimsókn okkar til þessa gríðarstóra lands í sumar. Sú ferð var alveg mögnuð og var tekið einstaklega vel á móti okkur.

Þegar ég hélt að við værum að fara í einhverja Kringlu til að skoða outlet frá rúmfataverksmiðjum með vinkonu okkar henni Resu þá fórum við að skoða bæ á stærð við Hafnarfjörð sem var bara búðir með rúmfötum. Og hver búð var ein verksmiðja. Maður trúir þessu ekki fyrr en maður fer á staðinn.