hótel

Vorum að fá nýja sendingu af lúxus hótelrúmfötum. Rúmfötin eru saumuð með þarfir hótela í huga. Engar tölur/rennilásar eða bendlar. Aðeins 75cm op að neðan á sængurverum. Munstrið er nútímalegt og gefur rúmfötunum fágað yfirbragð.

Sængurfötin eru úr sérvalinni 100% langþráða bómull. Eru sérlega mjúk og áferðarfalleg en á sama tíma sterk og endingargóð.

Rúmfötin eru líka þægileg þegar kemur að þvotti og straujun. En þau krumpast lítið og er auðvelt að halda þeim sléttum og þarf ekki að strauja ef sú aðstaða er ekki fyrir hendi.

5 / 5