Yfir 50 ára reynsla

Magga, eða Margrét Guðlaugsdóttir eins og hún heitir fullu nafni, er öllum hnútum kunnug í saumaskap og býr yfir viðamikilli reynslu. „Fimmtán ára byrjaði ég að sauma tjöld og svefnpoka hjá Belgjagerðinni. Í kringum tvítugt lærði ég síðan að taka mál og snið af fólki á námskeiði hjá Pfaff,“ segir Magga.

Í gegnum árin hefur Magga saumað rúmföt og annað fyrir búðir eins og Höfnina. Síðan saumaði hún fyrir verslanirnar Smáfólkið og Kristínu á Snorrabraut.

„Síðan um svipað leyti saumaði ég fyrir Erlu á Snorrabraut. Saumaði mikið af blúndum í dúka. Líka rúmföt. Síðan byrjaði ég að sauma fyrir Fatabúðina. Saumaði þar í mörg ár mikið af virkilega vönduðum og flottum rúmfötum. Einnig saumaði ég pífur, rúmteppi, rúmföt og ýmislegt annað fyrir Flugleiðahótelin. Ég saumaði líka rúmföt fyrir Edduna heildverslun. En, með fullri virðingu fyrir öðrum, þá eru efnin sem ég er að vinna með hjá Rúmföt.‌is án nokkurs vafa þau vönduðustu sem ég hef meðhöndlað.“