Þegar Petro vinur okkar (sölumaður) hringdi og vildi endilega að ég kæmi í heimsókn til Ítalíu var ég á báðum áttum. Eftir smá umhugsun ákvað ég að slá til. Halda upp á að Covid væri búið og gera eitthvað skemmtilegt. Þannig atvikaðist þessi eftirminnilega heimsókn til Ítalíu sem reyndar byrjaði í Þýskalandi og endaði þar líka. Þrjár verksmiðjur heimsóttar og agnarsmá Heimtextil sýning í Frankfurt sem venjulega er haldin í janúar ár hvert. Á einni myndinni má sjá Hildi reyna að útskýra fyrir Indverja að á Íslandi búa aðeins 330.000 manns ekki 33 milljónir. Ég held að hann hafi ekki náð þessu því við götuna sem hann býr við búa einmitt 330.000 manns eða var það 33.000.