Rúmföt.is þakkar viðskiptavinum sínum fyrir viðskiptin á líðandi ári. Árið hefur gengið nokkuð vel og ýmsar nýjungar litið dagsins ljós. Black Forest sængurnar hafa hitt í mark. Fólk hefur hrósað gæðunum á þeim og get ég tekið undir það enda æðislega mjúkar og vandaðar sængur. Silkikoddaverin ruku út fyrir jól og kláruðust. Kona ein hringdi í okkur og vildi meina að koddaverin væru úr charmeuse silki en ekki Mulberry silki. Það er rétt hjá henni að það stendur charmeuse á pakkanum en það sem hún las á netinu er ekki alveg rétt. Koddaverin okkar eru úr Mulberry silki sem er ofið með charmeuse vefnaði. Charmeuse vefnaður er skyldur satín vefnaði og hefur ekkert með hvaða efni er notað.  Hægt er að lesa meira hér, https://en.wikipedia.org/wiki/Charmeuse

Miklar breytingar eru að eiga sér stað í Kína. Allt hráefni og framleiðslukostnaður hefur hækkað gríðarlega.  Sumt eins og t.d. bómull hefur hækkað um 30-40%. Til að bregðast við þessum breytingum og minnkandi eftirspurn innanlands á þeim gæðum sem höfum verið að kaupa eru verksmiðjurnar hættar að eiga á efni á lager. Á sama tíma hefur stafræn prenttækni verið að ryðja sér til rúms og verða fullkomnari. Er svo komið að nánast engin gæðamunur er á gömlu og nýju tækninni. Þetta er nokkuð jákvætt og þýðir að búðin getur skapað sinn eigin stíl í meira mæli og pantað sömu munstrin aftur og aftur.

Ítölsku vefararnir okkar hafa líkað fundið fyrir hækkandi hráefniskostnaði og ekki síður miklu hærra rafmagnsverði. Verulegar verðhækkanir eru í kortunum og hafa þegar átt sér stað. Við munum að sjálfsögðu leita allra leiða til að halda verðunum okkar niðri en einhver smá hækkun er óhjákvæmileg.

550 þráða lökin okkar úr einföldum þræði eru þau mýkstu/sleipustu sem búðin hefur selt. Vissar stærðir kláruðust fyrir jólin en eru væntanleg aftur á næsta ári ásamt 3ja laga koddunum vinsælu. En þeir slógu í gegn og kláruðust á mettíma.