Hildur dugleg að vanda og kynning í Fréttablaðinu þann 9. nóv 2021

Nú þegar kólna tekur í veðri og vindurinn gnauðar á gluggum langar mann helst að skríða snemma upp í rúm og þá er ekkert betra en mjúk og þægileg rúmföt. Fólk grínast líka stundum með það þegar það kaupir sér rúmföt hjá okkur að nú verði ómögulegt að fara fram úr á morgnana, því þau eru svo mjúk og yndisleg,“ segir Hildur Þórðardóttir hjá Rúmföt.is. „En þá er einmitt kjörið að velja sér falleg og uppörvandi mynstur og liti til að létta lundina í skammdeginu. Það gerir gæfumuninn að það fyrsta sem við sjáum á morgnana sé eitthvað fallegt og sérstaklega ef við gefum okkur tíma til að dást að því. Þar með fyllum við okkur af góðri orku og jákvæðni fyrir daginn.“

https://www.frettabladid.is/kynningar/vondu-rumfot-i-miklu-urvali/