Vorum að fá þessi æðislega flottu rúmföt frá Litháen.  Fyrirtækið sem framleiðir þessi fallegu rúmföt heitir DecoFlux.  Ég hitt eigandann í Frankfurt fyrir nokkrum árum á sýningu.  Hún hafði mikin áhuga á Íslandi og vildi náttúrulega selja mér rúmfötin sín.  Ég pantaði nokkrar prufur en þau viðskipti fóru ekkert lengra.

Í byrjun árs hafði síðan hann Tómas samband og vildi gera eitthvað fyrir mig.   Ég leiddi það hjá mér en hann gafst ekki upp og sendi nokkra pósta í viðbót.  Ég álpaðist til að svara honum og pantaði nokkur sett til að prófa aftur.  Og viti menn, ég varð bara alveg virkilega ánægður með gæðin og allan frágang.  Mjög flott vara.

Þessi sett eru nú til sölu hjá okkur og meira á leiðinni.