Næsta dag brosti sólin sínu breiðasta.  Eftir morgunmat sótti Mislav mig og sýndi mér verksmiðjuna sem er staðsett suttan spöl frá Zagreb.  Gamla verksmiðjan var inn í sjálfri Zabreb en fyrir nokkrum árum var húsnæðið selt og ný og fullkomin verksmiðja reist.

Ég fékk að hitta verksmiðjustjórann sem gaf sér góðan tíma í útskýra hvernig allt virkaði.  Ef ég man rétt þá voru eitthvað í kringum 20 vefstólar í húsinu af mismunandi gerðum.  Sumir voru bara notaðir til að vefa sérvéttur meðan aðrir gátu ofið allt að 3m breið efni.  Flestir voru notaðir til að vefa dúka í breiddum frá 120-180cm.

Stærstu vefstólarnir geta verið með allt að 25.000 þræði í uppistöðunni og tekur því góðan tíma að þræða þá upp á nýtt.  Og er þetta skýringin á því hvers vegna flest rúmfötin sem eru sérofin fyrir okkur eru með hvíta uppistöðu.

Dagurinn fór síðan í skoða munstrin sem til voru í verksmiðjunni og spjalla við Sonju vinkona mína sem var minn aðal kontakt.  Um kvöldið bauð Mislav mér síðan á hokkíleik.  En þar áttust við besta lið Zagreb og eitthvað lið frá Rússlandi.  Virkilega skemmtileg upplifun og eina skiptið sem ég hef farið á svona leik.

Daginn eftir keyrði ég sömu leið til baka en þar sem ég hafði nægan tíma reyndi ég að finna kastala í Slóveníu sem var auglýstur á skilti við þjóðveginn.  Það tókst ekki þrátt fyrir mikla leit.  Í staðinn fann ég klaustur sem framleiðir vín og fleira stofnað árið 1403.  Eftir stutta skoðunarferð hélt ég áfram til Þýskalands og þaðan heim með fangið fullt af minningum.