Vorum að fá þessi flottu rúmföt og meira til.  Rúmföt í algerum sérflokki þó ég segi sjálfur frá.  Þau koma í þremur mismunandi gæðum.  Flest eru úr hágæða 300 þráða bómull.  Fyrir alla sem vilja eitthvað aðeins flottara fengum við líka nokkur 600 þráða rúmföt.  Þessi rúmföt eru aðeins mýkri og örlítið þykkari.  Síðan bauðst mér að panta þrjár týpur af 650+ þráða rúmfötum.  Ofsalega fínn vefnaður og ótrúleg létt og mjúkt efni.