Ár hvert ert haldin stærsta textíl kaupstefna í heimi í Frankfurt.  Í fyrra heimsótti ég þessa sýningu og fann m.a. Black Forest sængurnar.  Frábærar sængur sem eru úr dýrustu og bestu efnum sem völ er á.

Í ár hélt leitin áfram að hinni fullkomnu sæng á viðráðanlegu verði.  Því það eru ekki allir sem vilja borga 60-90 þúsund krónur fyrir eina dúnsæng.  Til að gera langa sögu mjög stutta þá fann ég þrjá eða fjóra aðila sem geta framleitt vandaðar sængur fyrir sanngjarnt verð og í hæfilegu magni.  Stundum á svona sýningum þá vilja framleiðendur bara selja manni heilan gám eða mörg hundruð stykki í fyrstu pöntun.  Sem hentar ekki alveg alltaf.

Einnig fann ég mjög flott fyrirtæki sem framleiðir rúmföt úr hör ásamt allskonar ullarteppum og ábreiðum.  Engin lágmarskpöntun og mest allt til á lager.  Gæðin voru líka í fyrsta flokki.  Sem er nú yfirleitt ekki á þessari sýningu.  80% af öllu sem maður sér á sýningunni nær ekki þeim gæðum sem ég er að sækjast eftir.