Hægt er að skipta öllum vörum sem keyptar voru hjá okkur um jólin.  Skiptifrestur er eins lengi og varan er í heilu lagi og í umbúðunum.  Vara sem reynist gölluð fæst að sjálfsögðu skipt þó umbúðir vanti.

Komið hefur í ljós að nokkrir kassar úr síðustu sendingu voru með illa saumuðum rúmfötum.  Hægt er að fá ný rúmföt í staðin eða Magga saumakona getur lagað þau.

Ný sending með alveg svakalega flottum rúmfötum er væntanleg í byrjun mars á næsta ári fyrir þau ykkar sem vilja kannski bíða með að skipta ef liturinn á jólagjöfinni passar ekki í svefnherbergið.