Loksins eru sængurnar og koddarnir komnir frá Þýskalandi.  Lúxus sængur í sérflokki ásamt virkilega góðum koddum þó ég segi sjálfur frá.  Flestar sængurnar eru „miðlungs“ hlýjar og henta því íslenskum svefnherbergjum.  Dúnninn er kanadískur gæsadúnn.  Vottaður með Down Pass sem tryggir rekjanleika og framleiðsluferli.

Koddarnir eru með rennilás og hægt er að taka úr eða bæta í þá eftir þörfum.  En eiginlega er það alger óþarfi því þeir koma akkúrat eins og maður vill hafa þá.

Einnig fékk ég nokkrar sængur fyrir þá sem eru heitfengir.  Þær eru þynnri og léttari.