Það verður að segjast eins og er.  Þegar kemur að vönduðum rúmfötum úr allra bestu damask og satín efnum sem til eru.  Þá kemur Ítalía alltaf fyrst upp í hugann minn.  Það er bara eitthvað við þessi dýru og flottu efni sem maður fær ekki annarstaðar.

Í fyrsta lagi er bómullarþráðurinn sem er notaður úr egypskri bómull.  En egypsk bómull er ekki öll eins.  Aðeins hágæða bómull sem uppfyllir ákveðin skilyrði er notaður.

Þetta þýðir að þráðurinn sem er notaður til að vefa rúmfötin getur verið einstaklega þunnur og einsleitur.  Sem aftur þýðir að efnið er mjúkt og þægilegt viðkomu en á sama tíma sterkt og endingargott.

Þegar búið er að vefa efnið tekur við ferli sem kallast „finishing“ og gengur út á að baða strangan upp úr mismunandi efnaböðum og síðan í lokin að „grilla“ efnið yfir opnum eldi.  En bara í sutta stund til að brenna óþarfa bómullarenda í burtu.  Þetta ferli er afar dýrt og krefst mikils tækjabúnaðar og þekkingar.  Sem er til staðar hjá örfáum fyrirtækjum á Ítalíu.