Rúmföt.is opnaði í október í fyrra. Sem þýðir að það eru enn nokkrir mánuðir í fyrsta afmælið okkar. En það er óhætt að segja að búðinni hafi verið vel tekið á þessum stutta tíma.
Það sem aðgreinir okkur frá öðrum sem flytja inn og selja rúmföt er metnaður fyrir gæðum. Aðeins það besta er nógu gott. Egypskur Giza 87 bómull er t.d. alger lúxus vara og fæst hjá okkur. Við kaupum rándýrt efni beint frá ítölskum framleiðanda sem Margrét saumakona saumar síðan úr. Giza 87 er innan við 0.3 – 0,5% af allri egypskri bómull.
Giza 87 er svokölluð extra-langþráða bómull og er þetta afbrigði sérlega hentugt í hágæða lúxus rúmföt. Þetta afbrigði varð til með því að blanda saman Giza 45 og síðan Giza 77 en það segir mér ekkert. Maður verður að káfa á þessu efni til að finna mýktina.
Eftir nokkrar vikur er síðan von á 100% silki rúmfötum beint frá Kína. Þau verða á góðu verði og eru líka einstaklega mjúk.