Orðið damask er dregið af borginni Damaskus í Sýrlandi. En þar á bæ voru ofin efni með fíngerðu munstri sem bárust til Evrópu í kringum ellefu hundruð. Krossfarariddaranir gerðu fleira en að drekka og drepa trúleysingja. Áður en heim var farið þótti við hæfi að versla við heimamenn og voru þá oft vönduð damask efni fyrir valinu. Sem síðan bárust til konungshirða í Evrópu.