Þessi glæsilegu satín rúmföt eru nýkomin í hús.  Ótrúlega mjúk og vönduð rúmföt.  En hvers vegna satín?  Satín vefnaður er bæði meira glansandi og mýkri en annar algengur vefnaður.  Satín getur verið úr allskonar efnum.  Upprunalega kemur satín frá Kína og var ofið úr silki.  Nokkrum öldum síðar fóru Ítalir líka að vefa satín úr silki.

Það er einmitt frá þessum tveimur löndum sem satínið okkar kemur.   En í staðin fyrir að nota silki þá er satínið okkar úr langþráða bómull.  Eftir því sem bómullinn er betri og dýrari þá verður satínið mýkra og meira glansandi.

Ítalska satínið er ótrúlega mjúkt og fá efni sem ég hef prófað sem eru betri til að sofa undir.  En þetta nýja satín frá Kína er lítið síðra.