Vopnaður nýju nafnspjöldunum mínum arkaði ég beint út í leigubíl sem brunaði með mig á sýninguna.  Ég byrjaði aftur á að heimsækja Ítalina og Luca sem lét mig bíða í klukkutíma eftir fundi.  Fundi sem hann sjálfur fékk að ráða tímanum fyrir.  En hvað um það.  Ég elska að sitja á rassinum og í þetta skiptið að fylgjast með nokkrum Japönum sem sýndu ítölsku sýnishornunum mikinn áhuga.  Þegar Luca af búinn að afgreiða mikilvæga viðskiptavini frá Bandaríkjunum var röðin kominn að mér.

En og aftur sýndi hann mér voða stolltur handklæðaefni sem þeir eru byrjaðir að framleiða.  Ég veit ekki hvað var svona merkilegt við þetta efni.  Litinir voru reyndar í stíl við rúmfötinn þeirra eða eitthvað.  En gæðin voru ekki alveg að heilla mig.  Ég gerði mitt besta til að vera kurteis og leyfði honum að fara með söluræðuna sína.  Síðan kom góða stuffið.  Ég pantaði átta liti í sér ofnu hágæða damaski sem mig langaði í.  Ekki ósvipað og ég gerði 2017.  Nema hvað nú sagði Luca að þeir væru komnir með ennþá betri gæði sem ég gæti fengið ef ég vildi.  Auðvitað sagði ég já.  Ekki nóg með það heldur lofaði Luca að vefa sýnishorn af öllum litunum og senda mér til að velja úr ef ske kynni að ég væri ekki að fíla einhvern litinn.  Síðan valdi ég mjög fallegt og látlaust damask munstur til að vefa úr þessum Giza 87 þræði sem Luca nefndi í gær.  Sennilega dýrasta efni sem ég hef nokkurn tíma pantað.

Það sem eftir lifði dags heimsótti ég nokkra brosandi Kínverja og leiðinlegan Portúgala.  Fyrsti Kínverjinn var í pínulitlum bás um leið og maður kom inn.  Fyrir þá sem ekki vita þá samanstendur Heimtextil af 15,16 sýningasvæðum sem hvert um sig er margar Laugardagshallir.  Þannig að Kínverjinn minn var í kjallaranum í Asíu höllinni ásamt nokkur hundruð öðrum.  En hvað um það.  Hann var með allskonar baðsloppa, handklæði og rúmföt.  Allt í mjög flottum gæðum og verðið enn betra.  Bara einn galli eins og alltaf.  Hvað viltu kaupa marga gáma?  Samt virtist hann vera meira líbó en Tyrkinn sem ég heimsótti fyrsta daginn.  Einn sloppurinn sem ég sá var sérstaklega framleiddur fyrir eitthvað fyrirtæki í Litháen og var dáldið flottur.

Næst á dagskrá var að heimsækja nokkra silkiframleiðendur.  Fyrsta fyrirtækið sá um allt framleiðsluferlið nema að vefa.  Eitthvað fannst mér það nú skrítið.  En verðin voru ágæt og sérstaklega eftir að ég prúttaði smá.  Gæðin voru svakalega flott og svo komst ég að því að þykktin á þræðinum skiptir öllu máli.  Sérstaklega varðandi rúmfötin. En hægt er vefa t.d. úr 16, 19, 22, 25 mm(momme) þykku silki.  En til að það sé eitthvað vit í rúmfötunum  þarf silkið að vera 25mm þykkt.  Eitt momme er 4,3 grömm á fermetra eða nálægt því.  Kannski prófar maður að flytja inn silki rúmföt ef gæðin og annað er í lagi.

Eftir smá ferðalag um silkiland var röðin komin að portúgalska fyrirtækinu sem ég hafði fundið á netinu.  Ekki mjög vinaleg kona tók á móti mér og básinn var bara brot af þessum tyrkneska sem ég heimsótti í gær.  Ég held að henni hafi fundist allar spurninganar mínar heimskulegar.  Sérstaklega þegar ég fór að spyrja hana út í þráðafjöldann og gæðin á bómullinni sem hún notaði.  Og verðin.  Guð minn góður.  65 evrur fyrir eitt hvítt sængurver í heildsölu úr frekar venjulegum gæðum.  Hún var síðan fljót að afsaka sig og rétta mér nafnspjald með undirmanni sínum heima í Portúgal.  Hérna, sagði hún og rétti mér nafnspjaldið.  Síðan fór hún að afgreiða einhverja Bandaríkjamenn sýndist mér.

Smá tímaeyðsla en það er nú stór partur af svona sýningu.  Áttatíu prósent labb og 20 prósent hvað kostar þetta og hérna er nafnspjaldið mitt.