Birta dúnsæng er ótrúlega mjúk og vönduð vara. Það stóð ekkert til að selja dúnsængur. Í minni saklausu barnatrú trúði ég að góðar sængur væru til í Rúmfatalagernum, Betra Baki eða öðrum rúmabúðum. Eru ekki allar dúnsængur svipaðar hugsaði ég. Nei! Á Heimtextil sýningunni í janúar 2019 káfaði ég á öllum tegundum af sængum og koddum. Frá ódýrum dúnsængum beint frá Kína upp í æðardúnsængur frá Íslandi úr silki. Þegar heim var komið heimsótti ég síðan allir búðir bæjarins sem selja dúnsængur. Ég fann enga sæng sem komst nálægt flottu sængunum frá Þýskalandi á sýningunni. Þess vegna hef ég ákveðið að flytja inn alvöru lúxus sængur.